Þriðjudagur til þrauta?? / "þreytu"
Í dag er ég búin að liggja yfir skýrslu í lífeðlisfræði um áreynslulífeðlisfræði, sem er “mjög áhugavert”. Fór í kringluna að skoða jólagjafir en keypti engar. Lagði mig þegar ég kom heim (því ég átti það skilið). Bauð familíunni minni (stórfamilíunni í móðurætt) í kaffiboð annað kvöld til að sjá flottu íbúðina okkar Steina, og endaði síðan daginn á því að fara á þjóðarbókhlöðuna til að finna heimildir í næsta verkefni sem ég á að skila í hjúkrunarfræði. Ekki beint spennandi líf en...
Ég er komin með smá hnút í magan því að dagarnir og vikurnar fljúga áfram og minna en mánuður í próf og ég ekki byrjuð á próflestrinum!! Úff, púff!
Kannast einhver við þetta?




