Nú er það svart
Jæja, líf mitt er í allsvakalegri óreglu þessa stundina.
Síðasti mánuðurinn í frekar miklu rugli. Veit aldrei hvort ég er að fara eða koma í þessum frábæra skóla. Fyrst var það þannig að ég mætti annan hvorn dag í skólann og þess á milli var ég að vinna í hópverkefnum, mætandi í umræðutíma, verklegar æfingar eða að gera ritgerð. Síðan er það þannig núna að ég var að ljúka mínum síðasta degi í verknámi þar sem mér var úthlutað verknámsplássi á elliheimili einu í grenndinni. Mjög gaman!! Er nú hvað mest stoltust af sjálfri mér að hafa afrekað að blóðsykursmæla verknáms-vinkonu mína (NB! er frekar hrædd við nálar og svollis tæki). Mjög skemmtileg tilbreyting samt að fá að gera e-ð annað en að sitja í fyrirlestrum, sem NB! eru orðnir frekar daprir eftir að við kláruðum hjúkrunarfræði fyrirlestrana. Er núna orðin frekar kvíðin fyrir því sem tekur við- PRÓF ójá-þau nálgast og nálgast og mér er hætt að finnast það sniðugt. Sé frammá frekar óskemmtilegt páskafrí.= læra, læra og aðeins meira læra...
Ætla nú samt ekki að hætta alveg því skemmtilega, hef þann grun um að þessi helgi verði ekki af verri endanum, þar sem að Hrönnzla hangikét og Steinunn partyhaldarar eru með teiti í koti sínu!

