Rjómabolla..
Sælt veri fólkið!
Jæja ætti kannski að blogga smá. Finnst samt alltaf hálf hallærislegt þegar fólk er að blogga um e-ð afar ómerkilegt eins og sitt daglega líf og oftast er það e-ð sem er svo hrikalega hversdagslegt að maður verður bara hálf dapur að lesa það. Eins og þetta sem ég er að skrifa um núna. Enn bara nenni alls ekki að læra núna og ákvað að koma e-u lífi í þetta blogg mitt.
Helgin búin að vera ansi ágæt. Skellti mér á smá djamm á föstudagskvöldið. Bauð Örnu og Heiðu heim í smá hitting áður en við færum niður í bæ að dilla okkur. svo kíktu hingað líka "the boys" eða Pétur, Jónas og Ingvar" Ágætt það. Svo var farið í bæinn n.t.t Pravda og hitt alla krakkana úr hinum deildunum í háskólanum sem höfðu farið í vísindaferð. Undarlegasta fólk það. Má þar nefna Ernu, og skólasystur hennar hana Helgu sem NB! ég hitti fyrir tilviljun í Eyðimörk Afríku fyrir tæpu ári síðan?? þarna voru líka fleiri að dilla sér eins og Hadda Hrund og Rut... hvað um það en þetta var allavegana bara massa gaman.
Er annars búin að taka því ansi létt um helgina, var að fatta það hvað það er alveg frábært að fara á djammið á föstudegi en ekki laugardegi, öll helgin eftir til að slaka á og njóta þess að gera ekki neitt.
Er síðan auðvitað búin að gleypa í mig nokkrar rjómabollur í dag, skellti mér nefnilega í bollukaffi hjá minni elskulegu systur og mági. nammi, namm..
Jæja best að fara að halda áfram með lærdóminn! Skóli á morgun!!


0 Comments:
Post a Comment
<< Home